Rauði kötturinn

Rauði kötturinn
Höfundur: Gísli Kolbeinsson
Innbundin / Notuð bók
Útgáfuár : 1961
Okkar verðKr.300
KóðiRKGK_1026
Lager 1
addthis

Rauði kötturinn var fyrsta og eina skáldsaga Gísla Kolbeinssonar. Gísli stundaði farmennsku um nokkurt árabil og kom þá víða við, meðal annars á Kúbu. Rauði kötturinn dregur nafn sitt af knæpu í Havana höfuðborg Kúbu. Sagan er látin gerast um það leyti sem Castró er að brjótast til valda. Augljóst er að höfundur er vel konnugur sjónarsviðinu. Á Rauða kettinum hittast sjómenn hvaðanæva úr heiminum og gera sér dátt við fagrar og íturvaxnar stúlkur með eld í augum. Þar hittir íslenzki sjómaðurinn Gunnar, kúbönsku stúlkuna Lenu og þar hefst stutt ævintýri þeirra. Gísli Kolbeinsson hóf ungur sjómennsku. Hann tók farmannapróf í Sjómannaskólanum árið 1953 og hóf þá siglingar á erlendum skipum. Gísli hefir skrifað smásögur sem birzt hafa í Víkingnum og er maður listhneigður mjög. Hann er 34 ára gamall. Hann er nú búsettur í Vestmannaeyjum og stundar þaðan sjómennsku og siglingar. Káputexti. Rauði kötturinn er eina skáldsaga Gísla Kolbeinssonar.
Engar vörur valdar.